Maðurinn grunaður um árásina í New York segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2017 23:30 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00
Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17