Strákarnir okkar næst bestir í sínum flokki: Ísland getur strítt þeim stóru á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 12:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Ernir Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00