Sjálfstæðismenn jákvæðir um stjórnarsáttmála Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:15 Bryndís tekur nýjum stjórnarsáttmála opnum örmum. Vísir/Vilhelm Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman. Kosningar 2017 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman.
Kosningar 2017 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira