Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 17:49 Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Vísir/GVA „Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21