Trump hafði fögur orð um Xi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Kínversku forsetahjónin sýndu bandarískum gestum sínum merkileg kennileiti í höfuðborginni Peking. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira