Tilbúnir til að taka áhættu Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. nóvember 2017 10:00 Sigurður Ýmir, Jóhann Kristófer, Pétur Kiernan og Benedikt Andrason eru mennirnir á bak við fatamerkið Child. Vísir/Vilhelm Fatamerkin Child og CCTV opna pop-up verslun nú á laugardaginn úti á Granda þar sem bæði merkin halda úti vinnustofu. Mennirnir bak við merkið Child eru Benedikt Andrason, en hann heldur utan um vörumerkið, Sigurður Ýmir er grafískur hönnuður svo eru það þeir Jóhann Kristófer og Pétur Kiernan. CCTV eru þeir Guðmundur Magnússon og Aron Freyr, en Pétur Kiernan er líka viðriðinn CCTV. Glöggir hafa mögulega spottað flíkur frá merkjunum á tónleikum eða myndböndum með hinum og þessum íslensku röppurum – en á laugardaginn verður hægt að fjárfesta í flík frá merkjunum. Fötin eru bæði saumuð og hönnuð hér á landi. „Í rauninni fannst mér þurfa að fylla upp í ákveðið gat á íslenskum markaði. Það vantaði eitthvert fatamerki sem væri að sinna ákveðnum hópi. Markaðurinn á Íslandi hefur í flestum tilvikum krafist þess að hlutlaus og einföld föt ráði ferðinni en okkur finnst það vera að breytast. Okkur finnst vanta eitthvað agressívara til að keyra þetta í gang, eitthvað skemmtilegt. Það þarf að taka áhættu og við erum tilbúnir að gera það,“ segir Benedikt Andrason hjá Child um hvernig þetta hafi byrjað hjá þeim. Benedikt segir að þeir í Child vilji breyta því hversu örugg tískan er hér á landi, að hans sögn. „Persónulega höfum við svolítið verið að taka áhættu í eigin klæðaburði og sjá fegurðina í því ljóta. Svolítið svona „allt er leiðinlegt“ pælingin. Vonin er að hafa áhrif og bæta úrval óhefðbundins fatnaðar á Íslandi. Fatnaður er afstaða og þegar allir lúkka eins þá er það merki um stöðnun og að það þurfi að bjóða upp á eitthvað annað og meira en það sem er í boði. Verslanirnar sem bjóða upp á „streetwear“ á Íslandi eru frekar óspennandi, þetta er allt svo keimlíkt. Það er lítil tilfinning og ekkert ofbeldi, ef þessar verslanir eru ekki í stöðu til að taka áhættu þá þurfum við bara að gera það.“ Benedikt segir að þeir hjá Child gefi ekki út sérstakar línur fyrir hverja árstíð eins og venjan er hjá mörgum tískumerkjum heldur vinni þeir frekar í sérstökum „droppum“. „Við erum að gefa út jafnt og þétt færri flíkur í einu, en oftar. Við framleiðum í minna upplagi vegna þess að maður býr á Íslandi og það þekkja það allir að kaupa sér eitthvað og sjá svo alla í því – þannig að minni upplög henta bæði okkur og viðskiptavinunum. Ef þú kaupir eitthvað þá ertu að fjárfesta í því „lúkki“ því þú einn, eða kannski fimm aðrir, geta bara átt nákvæmlega svona flík. Við erum ekki að fjöldaframleiða eitthvað eitt en það verða kannski nokkrar mismunandi útgáfur af hverju, nokkrar litapallettur og þannig.“Hver er svo langtímapælingin ykkar? „Því duglegra sem fólk er að versla við okkur – því meira fjármagn fáum við til að gera stórkostlega hluti. Því meiri tækni getum við notað í flíkurnar okkar, þróað snið og gert tæknilegri föt. Það er eitthvað sem við ætlum að gera. Við ætlum að gera „streetwear“ þar sem sniðin og efnið eru á við hátísku.“ Pop-up markaðurinn fer fram á laugardaginn í stúdíói merkjanna úti á Granda, við Eyjarslóð 9. Opnunin stendur frá 15-22. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatamerkin Child og CCTV opna pop-up verslun nú á laugardaginn úti á Granda þar sem bæði merkin halda úti vinnustofu. Mennirnir bak við merkið Child eru Benedikt Andrason, en hann heldur utan um vörumerkið, Sigurður Ýmir er grafískur hönnuður svo eru það þeir Jóhann Kristófer og Pétur Kiernan. CCTV eru þeir Guðmundur Magnússon og Aron Freyr, en Pétur Kiernan er líka viðriðinn CCTV. Glöggir hafa mögulega spottað flíkur frá merkjunum á tónleikum eða myndböndum með hinum og þessum íslensku röppurum – en á laugardaginn verður hægt að fjárfesta í flík frá merkjunum. Fötin eru bæði saumuð og hönnuð hér á landi. „Í rauninni fannst mér þurfa að fylla upp í ákveðið gat á íslenskum markaði. Það vantaði eitthvert fatamerki sem væri að sinna ákveðnum hópi. Markaðurinn á Íslandi hefur í flestum tilvikum krafist þess að hlutlaus og einföld föt ráði ferðinni en okkur finnst það vera að breytast. Okkur finnst vanta eitthvað agressívara til að keyra þetta í gang, eitthvað skemmtilegt. Það þarf að taka áhættu og við erum tilbúnir að gera það,“ segir Benedikt Andrason hjá Child um hvernig þetta hafi byrjað hjá þeim. Benedikt segir að þeir í Child vilji breyta því hversu örugg tískan er hér á landi, að hans sögn. „Persónulega höfum við svolítið verið að taka áhættu í eigin klæðaburði og sjá fegurðina í því ljóta. Svolítið svona „allt er leiðinlegt“ pælingin. Vonin er að hafa áhrif og bæta úrval óhefðbundins fatnaðar á Íslandi. Fatnaður er afstaða og þegar allir lúkka eins þá er það merki um stöðnun og að það þurfi að bjóða upp á eitthvað annað og meira en það sem er í boði. Verslanirnar sem bjóða upp á „streetwear“ á Íslandi eru frekar óspennandi, þetta er allt svo keimlíkt. Það er lítil tilfinning og ekkert ofbeldi, ef þessar verslanir eru ekki í stöðu til að taka áhættu þá þurfum við bara að gera það.“ Benedikt segir að þeir hjá Child gefi ekki út sérstakar línur fyrir hverja árstíð eins og venjan er hjá mörgum tískumerkjum heldur vinni þeir frekar í sérstökum „droppum“. „Við erum að gefa út jafnt og þétt færri flíkur í einu, en oftar. Við framleiðum í minna upplagi vegna þess að maður býr á Íslandi og það þekkja það allir að kaupa sér eitthvað og sjá svo alla í því – þannig að minni upplög henta bæði okkur og viðskiptavinunum. Ef þú kaupir eitthvað þá ertu að fjárfesta í því „lúkki“ því þú einn, eða kannski fimm aðrir, geta bara átt nákvæmlega svona flík. Við erum ekki að fjöldaframleiða eitthvað eitt en það verða kannski nokkrar mismunandi útgáfur af hverju, nokkrar litapallettur og þannig.“Hver er svo langtímapælingin ykkar? „Því duglegra sem fólk er að versla við okkur – því meira fjármagn fáum við til að gera stórkostlega hluti. Því meiri tækni getum við notað í flíkurnar okkar, þróað snið og gert tæknilegri föt. Það er eitthvað sem við ætlum að gera. Við ætlum að gera „streetwear“ þar sem sniðin og efnið eru á við hátísku.“ Pop-up markaðurinn fer fram á laugardaginn í stúdíói merkjanna úti á Granda, við Eyjarslóð 9. Opnunin stendur frá 15-22.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira