Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 10. nóvember 2017 10:52 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við komuna í Valhöll í morgun. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58
Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38