585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:10 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Alexandra Rapaport, Sofia Helin og Lena Endre. Vísir/Getty/EPA 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein.
Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira