Aldrei fleiri skráð sig í borgaralega fermingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2017 13:15 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Vísir/stefán 420 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu hjá Siðmennt í vor og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að aðsóknin hafi tvöfaldast á síðustu fimm árum. Í fyrstu borgaralegu fermingunni hér á landi sem haldin var árið 1989 fermdust einungis sextán ungmenni. Fjölgunin hefur verið stöðug síðan og hafa nú 420 börn skráð sig í borgaralega fermingu í vor en fresturinn til að skrá sig rennur út í næstu viku. Bjarni segir að ungmennin hafi aldrei verið fleiri. „Þetta er algert met. Þarna er um að ræða tíu prósent barna á fermingaraldri. Við höfum aldrei séð svona tölu áður og ég vil bara nefna það að umsóknir hafa tvöfaldast á fimm árum.“ Bjarni segir að samtímis þessari miklu fjölgun hafi athöfnunum fjölgað en þær fara nú fram á nokkrum stöðum á landinu. „Við verðum með athafnir á Ísafirði og Egilsstöðum þannig að það dreifist svolítið. Svo höfum við verið með á Akureyri og Reykjanesbæ og svo sex athafnir á höfuðborgarsvæðinu. Ungmennin sækja námskeið einu sinni í viku yfir 11 vikna tímabil sem hefst í janúar og helgarnámskeið eru í boði fyrir börn utan af landi. Bjarni segir að þar undirbúi þau að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. „Þarna er rætt um gagnrýna hugsun, siðfræði, smávegis um kynfræðslu, um eiturlyf og ýmislegt sem gagnlegt er fyrir börn á þessum aldri að heyra um og tileinka sér.“ Þá segir Bjarni að áhugi á starfsemi félagsins hafa aukist undanfarin ár og að það endurspeglist í auknum þátttakendafjölda í borgaralegri fermingu og auknum fyrirspurnum um aðrar borgaralegar athafnir. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
420 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu hjá Siðmennt í vor og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að aðsóknin hafi tvöfaldast á síðustu fimm árum. Í fyrstu borgaralegu fermingunni hér á landi sem haldin var árið 1989 fermdust einungis sextán ungmenni. Fjölgunin hefur verið stöðug síðan og hafa nú 420 börn skráð sig í borgaralega fermingu í vor en fresturinn til að skrá sig rennur út í næstu viku. Bjarni segir að ungmennin hafi aldrei verið fleiri. „Þetta er algert met. Þarna er um að ræða tíu prósent barna á fermingaraldri. Við höfum aldrei séð svona tölu áður og ég vil bara nefna það að umsóknir hafa tvöfaldast á fimm árum.“ Bjarni segir að samtímis þessari miklu fjölgun hafi athöfnunum fjölgað en þær fara nú fram á nokkrum stöðum á landinu. „Við verðum með athafnir á Ísafirði og Egilsstöðum þannig að það dreifist svolítið. Svo höfum við verið með á Akureyri og Reykjanesbæ og svo sex athafnir á höfuðborgarsvæðinu. Ungmennin sækja námskeið einu sinni í viku yfir 11 vikna tímabil sem hefst í janúar og helgarnámskeið eru í boði fyrir börn utan af landi. Bjarni segir að þar undirbúi þau að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. „Þarna er rætt um gagnrýna hugsun, siðfræði, smávegis um kynfræðslu, um eiturlyf og ýmislegt sem gagnlegt er fyrir börn á þessum aldri að heyra um og tileinka sér.“ Þá segir Bjarni að áhugi á starfsemi félagsins hafa aukist undanfarin ár og að það endurspeglist í auknum þátttakendafjölda í borgaralegri fermingu og auknum fyrirspurnum um aðrar borgaralegar athafnir.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira