Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 15:48 Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. Facebook/Logi Einarsson Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hittust á óformlegum fundi í dag og ræddu hvað flokkarnir tveir ættu sameiginlegt. Með þessu teiknar Logi Einarsson upp raunhæfan möguleika fyrir þingflokk Vinstri grænna því ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn.Bæði uppbyggingarverkefni og pólitískur stöðugleiki „Hvað er það sem við ætlum að ná með nýrri ríkisstjórn? Ætlum við bara að fara í uppbyggingarverkefni eða ætlum við líka glíma við þennan pólitíska óstöðugleika sem hefur orðið hér vegna trúnaðarbrests, spillingar og leyndarhyggju? Þessu tvennu gætum við náð með þessari stjórn sem ég er að teikna upp,“ segir Logi í samtali við Vísi. Hann segist telja að Vinstri græn nái miklu frekar fram sínum málefnum í slíkri stjórn.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og arkítekt, teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn.Vísir/Eyþór„Ég freistast til þess að trúa því vegna þess að í mjög mörgum atriðum erum við sammála VG þegar kemur að ríkisfjármálum en ég ætla ekkert að gefa mér hvað þau ná út úr hinu, það er þeirra verkefni og ég óska þeim auðvitað alls hins besta í því, fyrir samfélagið. Ég væri ekki að teikna þessa mynd upp nema af því ég tel að hún sé betri fyrir samfélagið,“ segir Logi.Fleiri en einn ás sem skiptir máli til að ná fram breidd Logi segir að vænlegasta ríkisstjórnarmynstrið feli í sér samstarf með Vinstri grænum, Viðreisn, Pírötum, Flokki fólksins og Framsókn því slík ríkisstjórn hefði fjörutíu þingmenn.En gengi að hafa Viðreisn og Framsókn saman í stjórn ef tekið er mið af þessum „frjálslynda ási“ sem mönnum eru svo tíðrætt um?„Mig minnir nú að menn hafi talað um breiðar ríkisstjórnir og þá verða menn að horfa á fleiri ása en bara hægri, vinstri. Þá verða menn að horfa á breiddina. Hvaða leið er líklegust til að búa til sátt í samfélaginu?“ segir Logi sem tekur mið af málflutningi Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokks sem talað hefur fyrir breiðri stjórn með það fyrir augum að skapa sátt. „Hægri/vinstri ásinn er að mínu áliti feikilega mikilvægur núna, þegar við erum að horfa upp á aukna misskiptingu, fátækt barna og öryrkja og aldraðra en lausnirnar sem felast í því að ráðast gegn því geta líka leynst á hinum ásunum. Síðan er ömurlegt árið 2017 að við þurfum líka að díla við hluti eins og kynjaás. Vilja menn sjá ríkisstjórn og stjórnarmeirihluta sem er að miklum meirihluta skipaður körlum eða viljum við fá meira jafnrétti? Okkur er svo tamt að hugsa bara annað hvort í tvívíðum texta eða þrívíðum heimi en í stjórnmálum eru víddirnar miklu fleiri,“ segir Logi sem bendir á að ásarnir séu vissulega fleiri einn og ríkisstjórn með raunverulegri breidd feli í sér fleiri þætti en bara hægri og vinstri stjórnmálMargir sameiginlegir fletir með Flokki fólksins Aðspurður hvort einhver flötur hafi fundist á milli Samfylkingar og Flokks fólksins svarar Logi játandi. „Jájá, við höfum auðvitað bæði ástríðu fyrir auknum jöfnuði og okkur rennur til rifja misskipting og fátækt og kjör aldraðra og öryrkja þannig að við erum algjörlega samstíga í því hvað þarf að gera. Svo auðvitað greinir okkur hugsanlega á um hvernig og hversu hratt og best er að stíga þau skref, það er bara það sem gerist á milli flokka. Það getur ekki verið óyfirstíganlegra en það sem nú er verið að vinna að,“ segir Logi sem segir að það hafi verið gott að hitta Ingu og spjalla almennilega við hana.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist vona að fleiri möguleikar á stjórnarmyndun yrði skoðaðir en sá sem nú er í smíðum.Mynd / Visir.isInga Sæland var stödd í vöfflukaffi á skrifstofu Flokks fólksins þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. Hún sagði að hennar flokkur væri mjög opinn fyrir öllum góðum verkum en að samtal hennar og Loga hefði verið óformlegt. „Það er bara verið að þreifa á ýmsu. Það er ýmislegt annað í kortunum heldur en nákvæmlega það sem er í gangi núna. Það er möguleiki á ýmsu öðru. Það er bara spurning hvernig það síðan fer.“Værir þú opin fyrir því að fara í viðræður með Samfylkingu, Vinstri grænum, Pírötum og Viðreisn?„Eins og við sögðum fyrir kosningar og ég segi alltaf: Við erum opin fyrir öllu sem heitir góð verk. Við verðum að vinna góð verk. Við verðum að fara að taka utan um þá sem lakast standa í samfélaginu og hvað sem verður til þess að það verði gert mögulegt þá munum við ekki skorast undan því vegna þess að það er náttúrulega okkar áherslu-og stefnumál númer eitt,“ segir Inga sem segir að Katrín hljóti að sjá að það séu fleiri kostir í stöðunni.Hrædd um velferðarmál og óttast stöðnun verði þriggja flokka ríkisstjórnin að veruleika Inga segist vona að aðrir möguleikar verði skoðaðir en ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. „Þessi þriggja flokka stjórn sem nú er í smíðum, mér líst frekar þannig á að við gætum ekki vænst mikilla breytinga fyrir fólkið okkar og þá sem höllum fæti standa. Ég er bara hrædd um það að velferðin verði ekki eins mikið hugsjónamál fyrir þau eins og það er fyrir okkur. Ég er hrædd um að stöðnun verði ríkjandi. Við erum að sjá að inni í þessari stjórn eru þrír af þessum svokallaða fjórflokki og ég er mest hrædd um að það boði frekar stöðnun en hitt.“Í stöðuuppfærslu Loga Einarssonar á Facebook segir hann að Vinstri græn eigi næsta leik. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna sem Logi ritaði eftir fund hans með Ingu. Tengdar fréttir Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hittust á óformlegum fundi í dag og ræddu hvað flokkarnir tveir ættu sameiginlegt. Með þessu teiknar Logi Einarsson upp raunhæfan möguleika fyrir þingflokk Vinstri grænna því ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn.Bæði uppbyggingarverkefni og pólitískur stöðugleiki „Hvað er það sem við ætlum að ná með nýrri ríkisstjórn? Ætlum við bara að fara í uppbyggingarverkefni eða ætlum við líka glíma við þennan pólitíska óstöðugleika sem hefur orðið hér vegna trúnaðarbrests, spillingar og leyndarhyggju? Þessu tvennu gætum við náð með þessari stjórn sem ég er að teikna upp,“ segir Logi í samtali við Vísi. Hann segist telja að Vinstri græn nái miklu frekar fram sínum málefnum í slíkri stjórn.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og arkítekt, teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn.Vísir/Eyþór„Ég freistast til þess að trúa því vegna þess að í mjög mörgum atriðum erum við sammála VG þegar kemur að ríkisfjármálum en ég ætla ekkert að gefa mér hvað þau ná út úr hinu, það er þeirra verkefni og ég óska þeim auðvitað alls hins besta í því, fyrir samfélagið. Ég væri ekki að teikna þessa mynd upp nema af því ég tel að hún sé betri fyrir samfélagið,“ segir Logi.Fleiri en einn ás sem skiptir máli til að ná fram breidd Logi segir að vænlegasta ríkisstjórnarmynstrið feli í sér samstarf með Vinstri grænum, Viðreisn, Pírötum, Flokki fólksins og Framsókn því slík ríkisstjórn hefði fjörutíu þingmenn.En gengi að hafa Viðreisn og Framsókn saman í stjórn ef tekið er mið af þessum „frjálslynda ási“ sem mönnum eru svo tíðrætt um?„Mig minnir nú að menn hafi talað um breiðar ríkisstjórnir og þá verða menn að horfa á fleiri ása en bara hægri, vinstri. Þá verða menn að horfa á breiddina. Hvaða leið er líklegust til að búa til sátt í samfélaginu?“ segir Logi sem tekur mið af málflutningi Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokks sem talað hefur fyrir breiðri stjórn með það fyrir augum að skapa sátt. „Hægri/vinstri ásinn er að mínu áliti feikilega mikilvægur núna, þegar við erum að horfa upp á aukna misskiptingu, fátækt barna og öryrkja og aldraðra en lausnirnar sem felast í því að ráðast gegn því geta líka leynst á hinum ásunum. Síðan er ömurlegt árið 2017 að við þurfum líka að díla við hluti eins og kynjaás. Vilja menn sjá ríkisstjórn og stjórnarmeirihluta sem er að miklum meirihluta skipaður körlum eða viljum við fá meira jafnrétti? Okkur er svo tamt að hugsa bara annað hvort í tvívíðum texta eða þrívíðum heimi en í stjórnmálum eru víddirnar miklu fleiri,“ segir Logi sem bendir á að ásarnir séu vissulega fleiri einn og ríkisstjórn með raunverulegri breidd feli í sér fleiri þætti en bara hægri og vinstri stjórnmálMargir sameiginlegir fletir með Flokki fólksins Aðspurður hvort einhver flötur hafi fundist á milli Samfylkingar og Flokks fólksins svarar Logi játandi. „Jájá, við höfum auðvitað bæði ástríðu fyrir auknum jöfnuði og okkur rennur til rifja misskipting og fátækt og kjör aldraðra og öryrkja þannig að við erum algjörlega samstíga í því hvað þarf að gera. Svo auðvitað greinir okkur hugsanlega á um hvernig og hversu hratt og best er að stíga þau skref, það er bara það sem gerist á milli flokka. Það getur ekki verið óyfirstíganlegra en það sem nú er verið að vinna að,“ segir Logi sem segir að það hafi verið gott að hitta Ingu og spjalla almennilega við hana.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist vona að fleiri möguleikar á stjórnarmyndun yrði skoðaðir en sá sem nú er í smíðum.Mynd / Visir.isInga Sæland var stödd í vöfflukaffi á skrifstofu Flokks fólksins þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. Hún sagði að hennar flokkur væri mjög opinn fyrir öllum góðum verkum en að samtal hennar og Loga hefði verið óformlegt. „Það er bara verið að þreifa á ýmsu. Það er ýmislegt annað í kortunum heldur en nákvæmlega það sem er í gangi núna. Það er möguleiki á ýmsu öðru. Það er bara spurning hvernig það síðan fer.“Værir þú opin fyrir því að fara í viðræður með Samfylkingu, Vinstri grænum, Pírötum og Viðreisn?„Eins og við sögðum fyrir kosningar og ég segi alltaf: Við erum opin fyrir öllu sem heitir góð verk. Við verðum að vinna góð verk. Við verðum að fara að taka utan um þá sem lakast standa í samfélaginu og hvað sem verður til þess að það verði gert mögulegt þá munum við ekki skorast undan því vegna þess að það er náttúrulega okkar áherslu-og stefnumál númer eitt,“ segir Inga sem segir að Katrín hljóti að sjá að það séu fleiri kostir í stöðunni.Hrædd um velferðarmál og óttast stöðnun verði þriggja flokka ríkisstjórnin að veruleika Inga segist vona að aðrir möguleikar verði skoðaðir en ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. „Þessi þriggja flokka stjórn sem nú er í smíðum, mér líst frekar þannig á að við gætum ekki vænst mikilla breytinga fyrir fólkið okkar og þá sem höllum fæti standa. Ég er bara hrædd um það að velferðin verði ekki eins mikið hugsjónamál fyrir þau eins og það er fyrir okkur. Ég er hrædd um að stöðnun verði ríkjandi. Við erum að sjá að inni í þessari stjórn eru þrír af þessum svokallaða fjórflokki og ég er mest hrædd um að það boði frekar stöðnun en hitt.“Í stöðuuppfærslu Loga Einarssonar á Facebook segir hann að Vinstri græn eigi næsta leik. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna sem Logi ritaði eftir fund hans með Ingu.
Tengdar fréttir Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46