Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:50 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu eftir þingflokksfund í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00