Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2017 21:15 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20