Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á skrifstofur Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00