Laug ekki heldur misminnti Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 23:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt. Donald Trump Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt.
Donald Trump Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira