Innlent

Vegfarendur sýni aðgát á Suðausturlandi

Það mun blása um mosann á Suðausturlandi.
Það mun blása um mosann á Suðausturlandi. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri og stormi á Austur- og Suðausturlandi næstu daga. Er því gul viðvörun í gildi frá og með morgundeginum á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Búast má við norðvestan 13 til 20 m/s, skafrenningi og jafnvel snjókomu á fjöllum. Þá er gert ráð fyrir samgöngutruflunum. Á Suðausturlandi gæti orðið ívið hvassara á morgun, meðalvindhraði á bilinu 15-23 m/s og vindhviður að 35 m/s. Hvassast austan Öræfa. Vegfarendur sem eiga leið um Suðausturland á morgun og föstudag eru beðnir um að sýna aðgát.

Annars staðar á landinu er gert ráð fyrir suðvestlægri átt, 8 til 15 m/s og skúrum eða éljum. Rigning eða slydda suðaustanlands, þurrt að kalla fyrir norðan, en annars dálítil él. Hiti 0 til 5 stig sunnantil að deginum, en annars kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Vestlæg átt, 5-10 m/s og dálíti él, en gengur í norðvestan 13-20 m/s með dálítilli snjókomu eða slyddu A-lands, hvassast á annesjum. Hiti um frostmark, en 2 til 7 stiga frost til landsins. 

Á föstudag:

Norðan og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Víða snjókoma eða él, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur heldur úr frosti. 

Á laugardag:

Minnkandi norðvestanátt og él með N- og A-ströndinni, en annars bjartviðri. Harðnandi frost. 

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt með éljum á víð og dreif og fremur kalt, en lengst af þurrt SV-til. 

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir áframhaldandi NA-átt með ofankomu N- og A-til, en þurrt og bjart veður syðra. Frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×