Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða Ingólfur Bender skrifar 15. nóvember 2017 09:30 Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun