Stelpurnar töpuðu í Slóvakíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2017 18:45 Helena var yfirburðamanneskja í íslenska liðinu. vísir/andri marinó Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik varð að sætta sig við tap, 78-62, gegn Slóvakú ytra í kvöld. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni EM en Ísland hefur tapað þeim báðum. Okkar lið var inn í leiknum lengstum en gaf allt of mikið eftir í lokaleikhlutanum. Slóvakíska liðið gaf svo sannarlega færi á sér í þessum leik en stelpurnar okkar nýttu sér það ekki. Skotnýtingin undir körfunni var léleg og svo gerði liðið sig seka um allt of mörg klaufamistök. Það mátti ekki í svona jöfnum leik. Helena Sverrisdóttir var potturinn og pannan í leik íslenska liðsins eins og svo oft áður. Hún skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setti niður þrjá þrista og endaði með 9 stig. Hildur Björg Kjartansdóttir einnig með 9 stig en hún tók þess utan 10 fráköst. Körfubolti
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik varð að sætta sig við tap, 78-62, gegn Slóvakú ytra í kvöld. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni EM en Ísland hefur tapað þeim báðum. Okkar lið var inn í leiknum lengstum en gaf allt of mikið eftir í lokaleikhlutanum. Slóvakíska liðið gaf svo sannarlega færi á sér í þessum leik en stelpurnar okkar nýttu sér það ekki. Skotnýtingin undir körfunni var léleg og svo gerði liðið sig seka um allt of mörg klaufamistök. Það mátti ekki í svona jöfnum leik. Helena Sverrisdóttir var potturinn og pannan í leik íslenska liðsins eins og svo oft áður. Hún skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setti niður þrjá þrista og endaði með 9 stig. Hildur Björg Kjartansdóttir einnig með 9 stig en hún tók þess utan 10 fráköst.