Þurfum að horfa til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 06:30 Viðar Örn Hafsteinsson. vísir/anton „Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson. Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
„Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira