Innlent

Vísindamenn sendir að Kvíá

Gissur Sigurðsson skrifar
Kvíá kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls.
Kvíá kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. VÍSIR/Gunnþóra
Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. Vegna myrkurs gátu þeir ekki metið hvort áin væri í vexti eða rennsli væri orðið óvenju mikið.

Veðurstofan er ekki með rennslismæla í ánni þar sem ekki hefur verið talið tíðinda að vænta af henni. Lyktarinnar varð vart í gær, en Kvíá rennur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls.

Sjá einnig: Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá

Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur verið yfir meðallagi við Öræfajökul að undanförnu, en heldur hefur dregið úr henni og þar var rólegt í nótt.

Að sögn Veðurstofunnar er óvenjulegt að slík lykt finnist af ánni og halda vísindamenn austur með mælitæki strax í birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×