Fyrri tegundin er rafvörubíll og er hann sá fyrsti sinnar tegundar hjá framleiðandanum. Musk er duglegur við að skapa spennu fyrir nýjum vörum frá fyrirtækinu með ýktum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Sagði hann á gamansömum nótum að vörubíllinn „gæti breytt sér í vélmenni, barist við geimverur og hellt upp á góðan kaffibolla.“
Hin bílategundin er endurgerð af sportbílnum Roadster sem fyrirtækið framleiddi á árunum 2008-2012.
Tesla hefur einnig gefið það út að það hyggist koma á markað ofurhleðslustöðvum (Megachargers) sem munu koma til með skapa hleðslu sem endist 643 km (400 mílur) á einungis 30 mínútum.
Hér að neðan má sjá myndband frá kynningunni.