Í hverjum mánuði er auk þess sérstakt tilboð til korthafa þar sem þeir geta t.d. boðið gesti með sér á söfnin eða fengið 2 fyrir 1 hjá einhverjum af samstarfsaðilum þess.

Söfnin
Söfn Reykjavíkurborgar standa fyrir yfir 50 sýningum á ári og 150 viðburðum. Handhafar kortsins fá aðgang að öllum sýningum, opnunum, leiðsögnum og viðburðum auk fjölda annarra spennandi tilboða og fríðinda.

Borgarbókasafn Reykjavíkur er með útlánsstaði á sjö stöðum og rekur auk þess bókabíl og Sögubílinn. Þar er aðgangur að upplýsingum, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist, dagblöðum og tímaritum og reglulega er boðið upp á viðburði af ýmsu tagi.

Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar kortsins eru fjölmargir og má þar nefna hátíðir á borð við Secret Soltice, Listahátíð Reykjavíkur, Lókal og Reykjavík Dance Festival sem í ár héldu sameiginlega hátíð undir nafninu Everybody‘s Spectacular.Einnig eru fastir afslættir hjá Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó, Bíó Paradís, Whales of Iceland og fleirum.
Á þessu ári fengu handhafar jafnframt afslátt af miðaverði á RIFF og Iceland Airwaves og stöðugt er unnið að því að bæta við nýjum og spennandi tilboðum sem tengjast menningarupplifun í Reykjavík.

Safnbúðir
Handhafar fá 10% afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur en þær er að finna á öllum söfnum Reykjavíkurborgar. Þar er að finna einstakar vörur sem margar hverjar fást ekki annars staðar og endurspegla áherslur hvers safns fyrir sig. Þar er jafnframt að finna úrval af bókum, hönnun, veggspjöldum, leikföngum, kortum og fleiru sem tilvalið er til gjafa og framlengir safnupplifunina.Verði kortsins er haldið í algjöru lágmarki og kostar það nú 6000 kr. og hefst árstímabilið þegar kortið er notað í fyrsta skipti.
Þessi grein er kynning á vegum Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um kortið, fríðindi, tilboð og samstarfsaðila má nálgast á menningarkort.is.