Innlent

Dómur felldur á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Geir H. Haarde í Landsdómi.
Geir H. Haarde í Landsdómi. Vísir/Vilhelm
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtudag.

Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggir meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. 

Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður.

Geir telur einnig að lagaákvæði sem sakfelling byggist á séu skýr og ótvíræð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×