Innlent

Jarðskjálfti við Siglufjörð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skjáskot/Veðurstofa
Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð við Siglufjörð klukkan 01.01 í nótt. Skjálftinn varð um 11 kílómetra norðvestur af Siglufirði. Veðurstofu bárust tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist við Siglufjörð. Fleiri minni skjálftar voru í nótt á sama svæði.

Samkvæmt Bryndísi Ýr Gísladóttur hjá Veðurstofu varð skjálftinn á svipuðum slóðum og annar skjálfti sem varð þarna fyrir nokkrum dögum, af stærðinni 3,7. Er þetta þekkt skjálftasvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×