Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 18. nóvember 2017 12:15 Gervihnattarhynd 17. nóvember 2017. Veðurstofa Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04