Eygló Ósk Gústafsdóttir lét í lægra haldi gegn Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur í keppni í 50m baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í Laugardalslaug í dag.
Ingibjörg kom í mark á 27,68 sekúndum en Eygló á 28,24. Katarína Róbertsdóttir hreppti bronsið á 29,50 sekúndum.
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann örugglega til gullverðlauna í 200m bringusundi. Hún var þremur sekúndum á undan Sunnu Svanlaugu Vilhjálmsdóttur í öðru sætinu. Karen Mist Arngeirsdóttir varð í þriðja sæti, aðeins átta sekúndubrotum á eftir Sunnu.
Hún hafði einnig mikla forystu í 100m fjórsundi, var rúmum fjórum sekúndum á undan Katarínu Róbertsdóttur. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir kom þriðja.
Hrafnhildur kom í mark á 1:01:07 mínútu, sem er undir lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið í 25m laug.
Aðeins sex sekúndur skildu að gull og silfur í 50m baksundi karla. Kolbeinn Hrafnkelsson hreppti gullið á 24,90 sekúndum en Kristinn Þórarinsson varð annar á 24,96 sekúndum. Brynjólfur Óli Karlsson varð þriðji.
Sport