Fannar Ólafsson var í Dominos Körfuboltakvöldi í gærkvöldi og fór yfir málin eins og honum einum er lagið en hann byrjaði á því að sýna á sér skrokkinn á skemmtilegan máta.
Fannar fór yfir nokkur atriði og þar með léleg sniðskot, troðslur og sendingar og því var mikið úr að moða.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Fannar fara á kostum eins og venjulega.
