Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. nóvember 2017 18:54 Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira