Körfubolti

Martin skoraði 12 stig í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Franski körfuboltinn hélt áfram göngu sinni í dag með mörgum leikjum en Íslendingarnir Martin Hermannsson og Haukur Helgi voru báðir í eldlínunni í dag.

Martin var í liði Chalons-Reims sem tók á móti Nanterre en það voru gestirnir frá Nanterre sem byrjuðu leikinn betur og var staðan 21-20 fyrir þeim eftir 1.leikhluta og 46-44 í leikhlé.

Nanterre héldu forystu sinni jafnt og þétt í gegnum allan seinni hálfleikinn og unnu að lokum sigur 85-76.

Martin Hermannson var með þeim atkvæðamestu í liði Chalon-Reims en hann skoraði 12 stig.

Haukur Helgi og félagar í Cholet mættu Levallois á útivelli og fóru með sigur af hólmi 67-55 en Haukur setti 6 stig í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×