„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari. Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari.
Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45
Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31