Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30