Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur Friðriksson vildi ekki svara hve mikið hann hefur fengið endurgreitt vegna aksturskotnaðar. vísir/vilhelm Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins. Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins.
Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira