„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:15 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði að svara fyrir það sjálfir hvort á milli þeirra sé heiftarlegur ágreiningur. Menn geti hins vegar ekki látið ágreining koma í veg fyrir samvinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum en mikið hefur verið rætt um það hvort að Framsókn og Miðflokkurinn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, geti unnið saman í ríkisstjórn. Lilja vill ekki svara því hvort að heiftarlegur ágreiningur sé á milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og segir að þeir verði að svara fyrir það sjálfir. Hins vegar geti menn ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum. Rætt var við Lilju og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er sú að menn geta ekki látið persónulegan ágreining eða neitt slíkt koma í veg fyrir það að það sé hægt að vinna að góðum málum. Við útilokum ekki neinn og Framsóknarflokkurinn gerir það ekki en auðvitað hefur umræðan um þetta verið nokkuð athyglisverð,“ sagði Lilja um stöðuna milli Framsóknar og Miðflokksins.Segir bæði Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa unnið sigur í kosningunum Hún sagði báða flokkana hafa unnið sigur í kosningunum. „Mér finnst að menn ættu einhvern veginn frekar að njóta þess. Ég vildi einmitt koma inn á það, eins og grein þinflokksformannsins [innsk. blm. Miðflokksins] í gær þar sem segir að sigur Framsóknarflokksins megi skýra með því að hann hafi skreytt sig með varaformanni Framsóknarflokksins. Þið getið ímyndað ykkur það ef menn myndu skýra sigur Miðflokksins með því að þeir hefðu skreytt sig með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hafið þið einhvern tímann heyrt neitt slíkt?“ spurði Lilja og bætti við að jafnréttismálin skipti miklu máli. Hún benti á að fimm konur og þrír karlar væru í þingflokki Framsóknarflokksins en aðeins ein kona í þingflokkinn Miðflokksins. Lilja sagðist frekar vilja ræða um jafnréttismálin en persónulegu málin. Vill breiða stjórn með fimm eða sex flokkum Bjarkey sagði að niðurstaða kosninganna kalli á breytingar í pólitíkinni og breiða samvinnu. „Ég held að það sé niðurstaðan. Hún segir okkur líka það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur þessi kjölfesta sem hann var alltaf. Þetta er næstversta útkoma þeirra í sögunni, það segir okkur líka eitthvað. Ég tek undir með Lilju við auðvitað stöndum okkur vel og höfum iðulega gert í kynjaskiptingu. [...] Ég myndi vilja sjá regnbogastjórn, svona breiða stjórn sem næði, eins og verið er að tala um núna fimm sex flokka stjórn, það er ákall um það og þar sem konur yrðu leiðandi afl. Að þar yrðu til dæmis fleiri konur en karlar, mér finnst ekki þörf á því að það sé jöfn kynjaskipting. Það hefur ævinlega verið meira og minna á hinn veginn þannig að ég held að það sé allt í lagi,“ sagði Bjarkey en hlusta má á spjallið við þær Lilju og Bjarkeyju í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum en mikið hefur verið rætt um það hvort að Framsókn og Miðflokkurinn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, geti unnið saman í ríkisstjórn. Lilja vill ekki svara því hvort að heiftarlegur ágreiningur sé á milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og segir að þeir verði að svara fyrir það sjálfir. Hins vegar geti menn ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum. Rætt var við Lilju og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er sú að menn geta ekki látið persónulegan ágreining eða neitt slíkt koma í veg fyrir það að það sé hægt að vinna að góðum málum. Við útilokum ekki neinn og Framsóknarflokkurinn gerir það ekki en auðvitað hefur umræðan um þetta verið nokkuð athyglisverð,“ sagði Lilja um stöðuna milli Framsóknar og Miðflokksins.Segir bæði Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa unnið sigur í kosningunum Hún sagði báða flokkana hafa unnið sigur í kosningunum. „Mér finnst að menn ættu einhvern veginn frekar að njóta þess. Ég vildi einmitt koma inn á það, eins og grein þinflokksformannsins [innsk. blm. Miðflokksins] í gær þar sem segir að sigur Framsóknarflokksins megi skýra með því að hann hafi skreytt sig með varaformanni Framsóknarflokksins. Þið getið ímyndað ykkur það ef menn myndu skýra sigur Miðflokksins með því að þeir hefðu skreytt sig með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hafið þið einhvern tímann heyrt neitt slíkt?“ spurði Lilja og bætti við að jafnréttismálin skipti miklu máli. Hún benti á að fimm konur og þrír karlar væru í þingflokki Framsóknarflokksins en aðeins ein kona í þingflokkinn Miðflokksins. Lilja sagðist frekar vilja ræða um jafnréttismálin en persónulegu málin. Vill breiða stjórn með fimm eða sex flokkum Bjarkey sagði að niðurstaða kosninganna kalli á breytingar í pólitíkinni og breiða samvinnu. „Ég held að það sé niðurstaðan. Hún segir okkur líka það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur þessi kjölfesta sem hann var alltaf. Þetta er næstversta útkoma þeirra í sögunni, það segir okkur líka eitthvað. Ég tek undir með Lilju við auðvitað stöndum okkur vel og höfum iðulega gert í kynjaskiptingu. [...] Ég myndi vilja sjá regnbogastjórn, svona breiða stjórn sem næði, eins og verið er að tala um núna fimm sex flokka stjórn, það er ákall um það og þar sem konur yrðu leiðandi afl. Að þar yrðu til dæmis fleiri konur en karlar, mér finnst ekki þörf á því að það sé jöfn kynjaskipting. Það hefur ævinlega verið meira og minna á hinn veginn þannig að ég held að það sé allt í lagi,“ sagði Bjarkey en hlusta má á spjallið við þær Lilju og Bjarkeyju í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37
Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45