Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2017 10:23 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Maðurinn sem sakaður er um að hafa banað átta manns og sært ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær heitir Sayfullo Saipov. Hann er 29 ára Úsbeki sem bjó í New Jersey og starfaði sem Uber-bílstjóri. Upplýsingar um Saipov eru enn að berast en hann var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hann hljóp um göturnar með loft- og „paintball-byssu“. Hann hefur gengist undir aðgerð og er hann á lífi, en er enn í lífshættu.Að neðan má sjá Saipov hlaupa um götur New York eftir að hafa ekið bílnum á hjólreiðamennina.Í samtali við AP lýsir vinur Saipov manninum sem rólegum og vinnusömum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti manninum „veikum og sturluðum“. Saipov á að hafa staðist bakgrunnsskoðun Uber þar sem hann starfaði í um sex mánuði. Á hann að hafa keyrt um 1.400 viðskiptavini síðan hann byrjaði.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Kom til Bandaríkjanna 2010 Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Í frétt Guardian segir að lögregla hafi enn ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar. New York Times greinir frá því að Saipov hafi verið á skrá hjá alríkislögreglunni. Dilfuza Iskhakova, íbúi í Cincinnati í Ohio, segir að Saipov hafi búið á heimili sínu í nokkra mánuði fyrir sex árum eftir að hann kom til landsins frá Úsbekistan. „Hann virtist vera fínn náungi, en hann sagði ekki mikið. Hann fór í vinnuna og kom til baka. Hann starfaði í vöruhúsi,“ segir Iskhakova. Hún segir að þau Saipov hafi bæði verið að sækja um varanlegt landvistar- og atvinnuleyfi á þeim tíma er þau bjuggu saman.Eiginkona og tvö börn Saipov hefur skráð tvö fyrirtæki á þeim tíma sem hann hefur búið í Bandaríkjunum. Annars vegar Sayf Motors Inc, sem skráð var á heimili Iskhakova í Ohio, og hins vegar Bright Auto LLC sem skráð var á heimilsfang í grennd við Cleveland. Iskhakova segist síðar hafa misst tengslin við Saipov og taldi hann hafa flutt til Flórída og síðar til New York, og að hann ætti nú eiginkonu og tvö börn. Samkvæmt opinberum skjölum gekk Saipov að eiga hina nítján ára Nozima Odilova árið 2013, en bæði eru þau fædd í úsbesku höfuðborginni Tashkent. Sjónarvottar hafa greint frá því að Saipov hafi hrópað „Allahu Akbar“ þegar hann framkvæmdi árásina og þá hafa fjölmiðlar vestra sagt að handskrifaður miði hafi fundist í bílnum þar sem Saipov sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Lögregla hefur ekki staðfest þetta.Graphic News Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20 Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa banað átta manns og sært ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær heitir Sayfullo Saipov. Hann er 29 ára Úsbeki sem bjó í New Jersey og starfaði sem Uber-bílstjóri. Upplýsingar um Saipov eru enn að berast en hann var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hann hljóp um göturnar með loft- og „paintball-byssu“. Hann hefur gengist undir aðgerð og er hann á lífi, en er enn í lífshættu.Að neðan má sjá Saipov hlaupa um götur New York eftir að hafa ekið bílnum á hjólreiðamennina.Í samtali við AP lýsir vinur Saipov manninum sem rólegum og vinnusömum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti manninum „veikum og sturluðum“. Saipov á að hafa staðist bakgrunnsskoðun Uber þar sem hann starfaði í um sex mánuði. Á hann að hafa keyrt um 1.400 viðskiptavini síðan hann byrjaði.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Kom til Bandaríkjanna 2010 Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Í frétt Guardian segir að lögregla hafi enn ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar. New York Times greinir frá því að Saipov hafi verið á skrá hjá alríkislögreglunni. Dilfuza Iskhakova, íbúi í Cincinnati í Ohio, segir að Saipov hafi búið á heimili sínu í nokkra mánuði fyrir sex árum eftir að hann kom til landsins frá Úsbekistan. „Hann virtist vera fínn náungi, en hann sagði ekki mikið. Hann fór í vinnuna og kom til baka. Hann starfaði í vöruhúsi,“ segir Iskhakova. Hún segir að þau Saipov hafi bæði verið að sækja um varanlegt landvistar- og atvinnuleyfi á þeim tíma er þau bjuggu saman.Eiginkona og tvö börn Saipov hefur skráð tvö fyrirtæki á þeim tíma sem hann hefur búið í Bandaríkjunum. Annars vegar Sayf Motors Inc, sem skráð var á heimili Iskhakova í Ohio, og hins vegar Bright Auto LLC sem skráð var á heimilsfang í grennd við Cleveland. Iskhakova segist síðar hafa misst tengslin við Saipov og taldi hann hafa flutt til Flórída og síðar til New York, og að hann ætti nú eiginkonu og tvö börn. Samkvæmt opinberum skjölum gekk Saipov að eiga hina nítján ára Nozima Odilova árið 2013, en bæði eru þau fædd í úsbesku höfuðborginni Tashkent. Sjónarvottar hafa greint frá því að Saipov hafi hrópað „Allahu Akbar“ þegar hann framkvæmdi árásina og þá hafa fjölmiðlar vestra sagt að handskrifaður miði hafi fundist í bílnum þar sem Saipov sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Lögregla hefur ekki staðfest þetta.Graphic News
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20 Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“