Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. nóvember 2017 15:06 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00