Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. nóvember 2017 15:06 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00