Engin töfralausn Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Þeir fjórir flokkar sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili freista þess nú að mynda ríkisstjórn. Telja verður að þetta ríkisstjórnarsamstarf sé líklegra í augnablikinu en miðju hægristjórn í ljósi þess vantrausts sem ríkir á milli forystumanna Framsóknarflokksins og Miðflokksins. Samfylkingin hefur haft það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í Evrópusambandið og síðar í Evrópska myntbandalagið og taki upp evru. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, geri kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sérstaklega í ljósi þeirra innanmeina sem ESB glímir við um þessar mundir vegna Brexit og þeirrar óvissu sem er uppi um hvernig myntsamstarfið um evruna þróast. Erfitt er að skilja hvers vegna ákveðnir flokkar setja málefni ESB á oddinn núna. Fylgjast forystumenn þeirra ekki með erlendum fréttum? Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kynnt stórtækar hugmyndir til að bæta stofnanaumgjörð ESB eftir Brexit. Væri ekki rétt að doka við og sjá hvernig sambandið kemur til með að þróast? Það eru ekki bara blikur á lofti í Evrópusambandinu. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, gaf út bók á síðasta ári þar sem hann rekur vandamál evrusvæðisins lið fyrir lið. Meðal þeirra kerfisbreytinga sem Stiglitz telur nauðsynlegar á evrusvæðinu eru aukin samþætting í ríkisfjármálum evruríkjanna og nánari samvinna þeirra á milli. Stiglitz telur að draga þurfi úr mismunandi viðskiptajöfnuði milli ríkjanna þannig að evrusvæðið starfi sem ein heild fremur en myntsamstarf ólíkra ríkja. Hann rekur hvernig mikill viðskiptaafgangur Þjóðverja leiddi óhjákvæmilega til sundrungar milli evruríkjanna sem hafði bæði pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Lengi vel hafa Íslendingar kvartað undan háum vöxtum og óstöðugleika sem fylgifiskum íslensku krónunnar. Ókostirnir sem fylgja myntsamstarfinu um evruna eru síst skárri. Með aðild að myntsamstarfinu væru Íslendingar að færa yfirstjórn peningamála í hendurnar á Evrópska seðlabankanum og Eurogroup, hóps fjármálaráðherra evruríkjanna, þar sem ákvarðanir eru teknar með mjög ólýðræðislegum hætti eins og kom bersýnilega í ljós þegar skuldakreppan í Grikklandi var í hámæli. Þá er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif evran hefði á vinnumarkaðinn á Íslandi og fremur líklegt en hitt að atvinnuleysi muni aukast mikið. Þá myndi íslenska ríkið missa forræði á peningastefnunni og ekki geta notað gjaldmiðilinn sem sveiflujöfnunartæki. Það er mikilvægt að hafa hugfast að íslenska krónan er í senn upphaf flestra okkar vandamála í hagstjórn en lausnin á þeim á sama tíma. Það mun taka mörg ár fyrir evruríkin að koma sér saman um breytingar á myntsamstarfinu til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Að þessu virtu er erfitt að sjá hvers vegna ESB og aðild að myntsamstarfinu um evruna ættu að vera á dagskrá íslenskra stjórnmála í dag enda er evran engin töfralausn.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Þeir fjórir flokkar sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili freista þess nú að mynda ríkisstjórn. Telja verður að þetta ríkisstjórnarsamstarf sé líklegra í augnablikinu en miðju hægristjórn í ljósi þess vantrausts sem ríkir á milli forystumanna Framsóknarflokksins og Miðflokksins. Samfylkingin hefur haft það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í Evrópusambandið og síðar í Evrópska myntbandalagið og taki upp evru. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, geri kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sérstaklega í ljósi þeirra innanmeina sem ESB glímir við um þessar mundir vegna Brexit og þeirrar óvissu sem er uppi um hvernig myntsamstarfið um evruna þróast. Erfitt er að skilja hvers vegna ákveðnir flokkar setja málefni ESB á oddinn núna. Fylgjast forystumenn þeirra ekki með erlendum fréttum? Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kynnt stórtækar hugmyndir til að bæta stofnanaumgjörð ESB eftir Brexit. Væri ekki rétt að doka við og sjá hvernig sambandið kemur til með að þróast? Það eru ekki bara blikur á lofti í Evrópusambandinu. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, gaf út bók á síðasta ári þar sem hann rekur vandamál evrusvæðisins lið fyrir lið. Meðal þeirra kerfisbreytinga sem Stiglitz telur nauðsynlegar á evrusvæðinu eru aukin samþætting í ríkisfjármálum evruríkjanna og nánari samvinna þeirra á milli. Stiglitz telur að draga þurfi úr mismunandi viðskiptajöfnuði milli ríkjanna þannig að evrusvæðið starfi sem ein heild fremur en myntsamstarf ólíkra ríkja. Hann rekur hvernig mikill viðskiptaafgangur Þjóðverja leiddi óhjákvæmilega til sundrungar milli evruríkjanna sem hafði bæði pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Lengi vel hafa Íslendingar kvartað undan háum vöxtum og óstöðugleika sem fylgifiskum íslensku krónunnar. Ókostirnir sem fylgja myntsamstarfinu um evruna eru síst skárri. Með aðild að myntsamstarfinu væru Íslendingar að færa yfirstjórn peningamála í hendurnar á Evrópska seðlabankanum og Eurogroup, hóps fjármálaráðherra evruríkjanna, þar sem ákvarðanir eru teknar með mjög ólýðræðislegum hætti eins og kom bersýnilega í ljós þegar skuldakreppan í Grikklandi var í hámæli. Þá er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif evran hefði á vinnumarkaðinn á Íslandi og fremur líklegt en hitt að atvinnuleysi muni aukast mikið. Þá myndi íslenska ríkið missa forræði á peningastefnunni og ekki geta notað gjaldmiðilinn sem sveiflujöfnunartæki. Það er mikilvægt að hafa hugfast að íslenska krónan er í senn upphaf flestra okkar vandamála í hagstjórn en lausnin á þeim á sama tíma. Það mun taka mörg ár fyrir evruríkin að koma sér saman um breytingar á myntsamstarfinu til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Að þessu virtu er erfitt að sjá hvers vegna ESB og aðild að myntsamstarfinu um evruna ættu að vera á dagskrá íslenskra stjórnmála í dag enda er evran engin töfralausn.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.