Finnur til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu kannabisolíu í Danmörku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira