Togstreita innan Framsóknarflokksins sem er í lykilstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 20:56 Sigurður Ingi á Bessastöðum. Vísir/Ernir Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45