Eigið fé jókst um 50 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 11:00 Myndin tekin í Reykjavíkurhöfn þegar LÍÚ beindi flota sínum þangað til að mótmæla kvótalögum. Vísir/vilhelm Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira