Stíllinn breytist og þróast með árunum 2. nóvember 2017 11:00 Arnar Freyr klæðist hér Supreme Nasty Nas bol, H&M Beckham buxum og Vans skóm. MYNDIR/ERNIR Handboltamaðurinn efnilegi Arnar Freyr Ársælsson lék sína fyrstu A-landsliðsleiki í sumar auk þess sem hann leikur með taplausu liði FH sem trónir á toppi Olís-deildar karla. Handboltinn skipar eðlilega stóran sess í lífi Arnars en auk hans starfar hann sem markaðsstjóri hjá Core heildverslun og sér þar m.a. um þekkt vörumerki á borð við Nocco, Barebells og froosh. „Þetta er svona það tvennt sem lífið snýst um. Svo á ég mér að sjálfsögðu minni áhugamál eins og tísku og föt, tónlist, ferðalög og almennt „tjill“ með vinum. Ég reyni að ferðast eins og ég get en flest ferðalög mín tengjast vinnu eða handboltanum. Þá er bara að nýta þær ferðir, upplifa og skoða eitthvað nýtt í leiðinni.“Hér klæðist Arnar Stone Island Supreme hettupeysu, 66°Norður buxum og Nike Air Force skóm.Arnar og félagar hans í FH ætla sér stóra hluti á tímabilinu en það eru líka krefjandi og skemmtilegir tímar fram undan í starfi hans. „Það er krefjandi að vinna með stór vörumerki og því virkilega skemmtilegir tímar fram undan sem ég hlakka til. Annars skiptir bara mestu máli að vera ekkert að pæla of mikið í framtíðinni, ég reyni frekar að lifa lífinu einn dag í einu og njóta meðan vel gengur.“Hvernig lýsir þú fatastíl þínum? Sem „basic“ götustíl. Brakandi strigaskór sem skera sig úr, nettar buxur og svo skiptir efri hlutinn meira máli. Akkúrat núna er ég mikið að vinna með hettupeysur og jakka yfir. Þetta er svona hversdagslegur fatnaður hjá mér.Hvernig þróaðist tískuáhugi þinn? Ég á frekar unga foreldra sem hafa alltaf verið meðvitaðir um tískuna. Þegar ég var yngri keyptu þau oft föt sem ég þorði ekki að klæðast því ég var smeykur um að skera mig úr. En það hefur breyst og í dag klæðist ég bara því sem mér finnst nett hverju sinni, alveg sama hvað öðrum finnst. Síðustu ár hefur áhugi minn á tísku aukist og með því breytist og þróast stíllinn.Hér klæðist Arnar Supreme úlpu, North Face bol, buxum frá Acne og Yeezy skóm.Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég fylgist mikið með tískunni á netinu, t.d. gegnum blogg eða samfélagsmiðla. Mestu áhrifin koma frá ákveðnum hipphopp götustíl. Ég nálgast þessa stíla annaðhvort á síðum eins og hypebeast, highsnobiety og svo mikið á Instagram en þar fylgist maður með áhrifavöldum úr þessum heimi og ýmsum fatamerkjum.Hvar kaupir þú helst föt? Ég kaupi föt nær eingöngu erlendis eða á netinu. Það kemur mjög sjaldan fyrir að ég kaupi mér föt hér heima, þá helst hjá 66°Norður. Á netinu er ég mikið að braska í endursöluheiminum þar sem ég kaupi sjaldgæf föt og skó sem fást ekki lengur í búðum.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Heima er það líklega 66°Norður en erlendis eru það margar. Ef ég vil kaupa hversdagsföt kíki ég í t.d. Weekday en ef ég vil meiri klassa er það Dover Street Market.Áttu uppáhaldsflík(ur)? Nasty Nas bolurinn minn og Stone Island/Supreme hettupeysan.Áttu þér tískufyrirmynd? Ég fylgist með nokkrum mismunandi en í dag er ég mikill Vivian Frank maður.Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin mín er líklega Suptempo skórnir mínir sem ég endurseldi svo á fjórföldu verði. Verstu kaupin eru á Asos, veit ekki hversu oft ég hef keypt eitthvað þar sem passar ekki eða ég nota aldrei. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Handboltamaðurinn efnilegi Arnar Freyr Ársælsson lék sína fyrstu A-landsliðsleiki í sumar auk þess sem hann leikur með taplausu liði FH sem trónir á toppi Olís-deildar karla. Handboltinn skipar eðlilega stóran sess í lífi Arnars en auk hans starfar hann sem markaðsstjóri hjá Core heildverslun og sér þar m.a. um þekkt vörumerki á borð við Nocco, Barebells og froosh. „Þetta er svona það tvennt sem lífið snýst um. Svo á ég mér að sjálfsögðu minni áhugamál eins og tísku og föt, tónlist, ferðalög og almennt „tjill“ með vinum. Ég reyni að ferðast eins og ég get en flest ferðalög mín tengjast vinnu eða handboltanum. Þá er bara að nýta þær ferðir, upplifa og skoða eitthvað nýtt í leiðinni.“Hér klæðist Arnar Stone Island Supreme hettupeysu, 66°Norður buxum og Nike Air Force skóm.Arnar og félagar hans í FH ætla sér stóra hluti á tímabilinu en það eru líka krefjandi og skemmtilegir tímar fram undan í starfi hans. „Það er krefjandi að vinna með stór vörumerki og því virkilega skemmtilegir tímar fram undan sem ég hlakka til. Annars skiptir bara mestu máli að vera ekkert að pæla of mikið í framtíðinni, ég reyni frekar að lifa lífinu einn dag í einu og njóta meðan vel gengur.“Hvernig lýsir þú fatastíl þínum? Sem „basic“ götustíl. Brakandi strigaskór sem skera sig úr, nettar buxur og svo skiptir efri hlutinn meira máli. Akkúrat núna er ég mikið að vinna með hettupeysur og jakka yfir. Þetta er svona hversdagslegur fatnaður hjá mér.Hvernig þróaðist tískuáhugi þinn? Ég á frekar unga foreldra sem hafa alltaf verið meðvitaðir um tískuna. Þegar ég var yngri keyptu þau oft föt sem ég þorði ekki að klæðast því ég var smeykur um að skera mig úr. En það hefur breyst og í dag klæðist ég bara því sem mér finnst nett hverju sinni, alveg sama hvað öðrum finnst. Síðustu ár hefur áhugi minn á tísku aukist og með því breytist og þróast stíllinn.Hér klæðist Arnar Supreme úlpu, North Face bol, buxum frá Acne og Yeezy skóm.Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég fylgist mikið með tískunni á netinu, t.d. gegnum blogg eða samfélagsmiðla. Mestu áhrifin koma frá ákveðnum hipphopp götustíl. Ég nálgast þessa stíla annaðhvort á síðum eins og hypebeast, highsnobiety og svo mikið á Instagram en þar fylgist maður með áhrifavöldum úr þessum heimi og ýmsum fatamerkjum.Hvar kaupir þú helst föt? Ég kaupi föt nær eingöngu erlendis eða á netinu. Það kemur mjög sjaldan fyrir að ég kaupi mér föt hér heima, þá helst hjá 66°Norður. Á netinu er ég mikið að braska í endursöluheiminum þar sem ég kaupi sjaldgæf föt og skó sem fást ekki lengur í búðum.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Heima er það líklega 66°Norður en erlendis eru það margar. Ef ég vil kaupa hversdagsföt kíki ég í t.d. Weekday en ef ég vil meiri klassa er það Dover Street Market.Áttu uppáhaldsflík(ur)? Nasty Nas bolurinn minn og Stone Island/Supreme hettupeysan.Áttu þér tískufyrirmynd? Ég fylgist með nokkrum mismunandi en í dag er ég mikill Vivian Frank maður.Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin mín er líklega Suptempo skórnir mínir sem ég endurseldi svo á fjórföldu verði. Verstu kaupin eru á Asos, veit ekki hversu oft ég hef keypt eitthvað þar sem passar ekki eða ég nota aldrei.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira