Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 15:41 Trump hafði tilnefnt Clovis (t.h.) sem aðalvísindamann landbúnaðarráðuneytisins. Ekkert verður af því. Vísir/AFP Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið. Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið.
Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26