Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 19:24 Sigur Rós á Sviði vísir/getty Sigur Rós og Harpa hafa rift samningi sínum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar, um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. Þar segir að við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum.Kári Sturluson.VísirMálið í farvegi Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 milljónum króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að búist sé við því að þessir fjármunir verði endurgreiddir: „Þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Harpa og Sigur Rós hafi unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna væru horfnir. Um er að ræða ferna tónleika með hljómsveitinni í lok desember næstkomandi.Íhugar lögbann Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum RÚV en þar sagði lögmaður Kára að engar vanefndir væru á samningnum þar sem uppgjör hans átti að fara fram að tónleikunum loknum. Að sögn lögmannsins kom riftun samningsins honum í opna skjöldu og skoði hann rétt sinn til bóta og jafnvel gagnaðgerða á borð við að fara fram á lögbann á tónleikana og umgjörð þeirra því um hugarsmíði hans sé að ræða. Í fréttum RÚV kom fram að eignir Kára hefðu verið kyrrsettar.Sjá yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar hér fyrir neðan:Að gefnu tilefni upplýsist að Sigur Rós og Harpa hafa rift samningum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember nk. Ástæður þessa eru vanefndir tónleikahaldarans og trúnaðarbrestur vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins.Við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum. Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 m.kr. af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir: ,,Við treystum því að þessir fjármunir verði endurgreiddir þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Harpa og Sigur Rós hafa unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sigur Rós og Harpa hafa rift samningi sínum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar, um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. Þar segir að við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum.Kári Sturluson.VísirMálið í farvegi Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 milljónum króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að búist sé við því að þessir fjármunir verði endurgreiddir: „Þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Harpa og Sigur Rós hafi unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna væru horfnir. Um er að ræða ferna tónleika með hljómsveitinni í lok desember næstkomandi.Íhugar lögbann Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum RÚV en þar sagði lögmaður Kára að engar vanefndir væru á samningnum þar sem uppgjör hans átti að fara fram að tónleikunum loknum. Að sögn lögmannsins kom riftun samningsins honum í opna skjöldu og skoði hann rétt sinn til bóta og jafnvel gagnaðgerða á borð við að fara fram á lögbann á tónleikana og umgjörð þeirra því um hugarsmíði hans sé að ræða. Í fréttum RÚV kom fram að eignir Kára hefðu verið kyrrsettar.Sjá yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar hér fyrir neðan:Að gefnu tilefni upplýsist að Sigur Rós og Harpa hafa rift samningum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember nk. Ástæður þessa eru vanefndir tónleikahaldarans og trúnaðarbrestur vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins.Við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum. Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 m.kr. af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir: ,,Við treystum því að þessir fjármunir verði endurgreiddir þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Harpa og Sigur Rós hafa unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00