Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16