Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 08:48 Donald trump Bandaríkjaforseti og Jerome Powell. Vísir/AFP Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012. Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012.
Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira