Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 19:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira