Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 10:03 Trump ávarpaði bandaríska og japanska hermenn í herstöð í Japan. Vísir/AFP Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25