Náðu ekki samstöðu um Viðreisn Höskuldur Kári Schram og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2017 13:13 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56
„Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent