Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Þórhildur Braga í leik með Haukum. vísir/stefán Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Haukakonan Þórhildur Braga meiddist í upphafi síðari hálfleiks í leiknum gegn ÍBV í gær. Hún fékk þá hnéð í höfuðið og rotaðist. Sjúkraþjálfarar þorðu ekki að hreyfa hana fyrr en sjúkrabíll kom á svæðið. Sú bið var löng því bíllinn kom ekki fyrr en eftir tæpar 50 mínútur. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, en Þórhildur fékk mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig. Elías segir að það hafi verið rætt að fresta leiknum er sjúkrabíllinn kom loksins á svæðið. „Eftirlitsdómarinn sagði að það væru engin fordæmi fyrir svona löguðu á Íslandi. Það hefur aldrei liðið svona langur tími í að bíða eftir sjúkrabíl. Það var þrennt í stöðunni. Að flauta af og spila bara nýjan leik í dag eftir sömu forsendum eða byrja á þeim stað þar sem leiknum hefði verið frestað. Svo kom líka til greina að flauta leikinn af og láta úrslit standa eins og þau stóðu,“ segir Elías Már en það var nánast komið samkomulag um að klára síðustu 28 mínúturnar síðar er sjúkrabíllinn kom. Þá var ákveðið að klára bara leikinn. Það var auðvitað mikið óveður úti er leikurinn fór fram og það hafði sín áhrif á hversu seint gekk að fá sjúkrabíl. Fólkið í stúkunni tók því þar af leiðandi rólega og enginn fór heim fyrr en leiknum var lokið. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Haukakonan Þórhildur Braga meiddist í upphafi síðari hálfleiks í leiknum gegn ÍBV í gær. Hún fékk þá hnéð í höfuðið og rotaðist. Sjúkraþjálfarar þorðu ekki að hreyfa hana fyrr en sjúkrabíll kom á svæðið. Sú bið var löng því bíllinn kom ekki fyrr en eftir tæpar 50 mínútur. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, en Þórhildur fékk mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig. Elías segir að það hafi verið rætt að fresta leiknum er sjúkrabíllinn kom loksins á svæðið. „Eftirlitsdómarinn sagði að það væru engin fordæmi fyrir svona löguðu á Íslandi. Það hefur aldrei liðið svona langur tími í að bíða eftir sjúkrabíl. Það var þrennt í stöðunni. Að flauta af og spila bara nýjan leik í dag eftir sömu forsendum eða byrja á þeim stað þar sem leiknum hefði verið frestað. Svo kom líka til greina að flauta leikinn af og láta úrslit standa eins og þau stóðu,“ segir Elías Már en það var nánast komið samkomulag um að klára síðustu 28 mínúturnar síðar er sjúkrabíllinn kom. Þá var ákveðið að klára bara leikinn. Það var auðvitað mikið óveður úti er leikurinn fór fram og það hafði sín áhrif á hversu seint gekk að fá sjúkrabíl. Fólkið í stúkunni tók því þar af leiðandi rólega og enginn fór heim fyrr en leiknum var lokið.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14