Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:52 Formenn flokkanna ræða við fjölmiðla á Alþingi í dag eftir að ljóst varð að ekki tækist að mynda ríkisstjórn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent