Erlent

Sjö handteknir í lögregluaðgerðum í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjóna að störfum í París.
Lögregluþjóna að störfum í París. Vísir/AFP
Minnst sjö hafa verið handteknir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Frakklandi í morgun. Lögregluþjónar sem sérhæfðir eru í hryðjuverkavörnum réðust til atlögu í suðausturhluta landsins og í París en franskir fjölmiðlar segja þá sem hafa verið handtekna hafa lagt á ráðin um að fremja hryðjuverk í Frakklandi.

Ekki liggur fyrir hvað þeir ætluðu sér né hve langt á veg áætlun þeirra var komin, samkvæmt frétt The Local.

Einungis sex dagar eru síðan langvarandi neyðarástandi var aflýst í Frakklandi. Með því tóku ný hryðjuverkalög gildi og veita þau lögreglu auknar heimildir til húsleitar og yfirvöld geta lokað bænahúsum þar sem sannað þykir að verið sé að flytja hatursáróður.

Frá því í byrjun árs 2015 hafa 240 manns dáið í hryðjuverkaárásum í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×