Dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga mann í brjóstkassann Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 13:55 Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til átján mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann í brjóstkassa í Eskihlíð í Reykjavík 29. nóvember árið 2015. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Konan játaði verknaðinn en mótmælti heimfærslu refsiákvæðis. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að heimfæra brotið undir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hún beitti sérstaklega hættulegu vopni við árásina, hnífi með 12,5 sentímetra löngu blaði. Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana, og var því ekki dæmd fyrir tilraun til manndráps.Stakk manninn hægra megin í brjóstkassa Konan stakk manninn hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut um eins sentímetra breitt stungusár í þriðja rifjabil á miðjum hægri hluta brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði tæpa fimm sentímetra inn í lungað, blæðingu í brjósthol hægra megin og loft í húð í hægri brjóstvegg. Dómurinn minntist á að samkvæmt áverkavottorði kallaði áverki mannsins ekki á aðkomu brjóstholskurðlækna, heldur var sárinu lokað með saumi. Var stungan hægra megin í brjóst mannsins og áverkarnir þar af leiðandi ekki það miklir að þeir kölluðu á bráðaaðgerð. Samkvæmt læknisvottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku kom maðurinn á slysadeild í fylgd lögreglu og í handjárnum. Var hann æstur og hafði hátt.Lýsti mikilli vanlíðan, kvíða og depurð Á meðal gagna málsins var vottorð frá lækni varðandi konuna. Í því kom meðal annars fram að árásin hefði verið framin nokkrum mánuðum áður en læknirinn hafði hitt hana. Konan hafði lýst fyrir honum margra ára vanda með vanlíðan, kvíða og depurð, sem og skapsveiflum og miklum erfiðleikum við reiðistjórnun með átökum við annað fólk og sjálfsskaðlega hegðun. Miðað við sögu konunnar hafi hún verið í ójafnvægi þegar árásin átti sér stað en ekkert sé í sögu hennar sem bendi til geðrofs.Ekki litið til sakaferils konunnar Ekki var litið til sakaferils konunnar, sem er fædd árið 1995, við ákvörðun refsingar. Við ákvörðunina var litið til þess að hún játaði greiðlega háttsemi sína. Þá var einnig nokkuð liðið síðan brotið var framið þegar dómurinn var kveðinn og konunni ekki kennt um þann drátt. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin átján mánaða fangelsisrefsing en fresta skal fullnustu hennar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi konan skilorði. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til átján mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann í brjóstkassa í Eskihlíð í Reykjavík 29. nóvember árið 2015. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Konan játaði verknaðinn en mótmælti heimfærslu refsiákvæðis. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að heimfæra brotið undir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hún beitti sérstaklega hættulegu vopni við árásina, hnífi með 12,5 sentímetra löngu blaði. Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana, og var því ekki dæmd fyrir tilraun til manndráps.Stakk manninn hægra megin í brjóstkassa Konan stakk manninn hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut um eins sentímetra breitt stungusár í þriðja rifjabil á miðjum hægri hluta brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði tæpa fimm sentímetra inn í lungað, blæðingu í brjósthol hægra megin og loft í húð í hægri brjóstvegg. Dómurinn minntist á að samkvæmt áverkavottorði kallaði áverki mannsins ekki á aðkomu brjóstholskurðlækna, heldur var sárinu lokað með saumi. Var stungan hægra megin í brjóst mannsins og áverkarnir þar af leiðandi ekki það miklir að þeir kölluðu á bráðaaðgerð. Samkvæmt læknisvottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku kom maðurinn á slysadeild í fylgd lögreglu og í handjárnum. Var hann æstur og hafði hátt.Lýsti mikilli vanlíðan, kvíða og depurð Á meðal gagna málsins var vottorð frá lækni varðandi konuna. Í því kom meðal annars fram að árásin hefði verið framin nokkrum mánuðum áður en læknirinn hafði hitt hana. Konan hafði lýst fyrir honum margra ára vanda með vanlíðan, kvíða og depurð, sem og skapsveiflum og miklum erfiðleikum við reiðistjórnun með átökum við annað fólk og sjálfsskaðlega hegðun. Miðað við sögu konunnar hafi hún verið í ójafnvægi þegar árásin átti sér stað en ekkert sé í sögu hennar sem bendi til geðrofs.Ekki litið til sakaferils konunnar Ekki var litið til sakaferils konunnar, sem er fædd árið 1995, við ákvörðun refsingar. Við ákvörðunina var litið til þess að hún játaði greiðlega háttsemi sína. Þá var einnig nokkuð liðið síðan brotið var framið þegar dómurinn var kveðinn og konunni ekki kennt um þann drátt. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin átján mánaða fangelsisrefsing en fresta skal fullnustu hennar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi konan skilorði.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira